top of page
oddurbjarni

Aðventuhátíðir í Möðruvallasókn.



Kl. 17.00 fyrsta sunnudag í aðventu (3. des) hópumst við í Möðruvallakirkju og njótum. Við hlýðum á barnakór Þelamerkur syngja og sömuleiðis flytur okkar dásamlegi kirkjukór ljúf lög undir stjórn Sigrúnar Mögnu. Við syngjum okkur í jólaskap - og fjölskyldan á Möðruvöllum 1 flytur okkur jólaguðspjallið með leikhljóðum og gleði.

Að stund lokinni fáum við okkur kakó og gott samfélag í Leikhúsinu. Dásamlegt upphaf aðventu fyrir alla fjölskylduna!



10. desember kl. 20.00 er aðventuhátíð í Bægisárkirkju. Við fáum unga snillinga úr tónlistarskólanum til að gleðja okkur. Kirkjukórinn syngur fyrir okkur ljúflingslög og sálma - Og ræðumaður kvöldsins er Þorsteinn Rútsson. Sr. Oddur Bjarni leiðir stundina og fjöldasöng.

Hátíðleg stund og notaleg fyrir unga sem aldna.



191 views

Recent Posts

See All

Helgin framundan

Það verður líf og fjör í kirkjunum á sunnudaginn kemur : kl. 11.00 er guðsþjónusta í Stærri-Árskógskirkju og sr. Erla Björk þjónar. ...

Comments


bottom of page