
Kl. 18.00 á sunnudaginn verður kirkjukvöld í Verbúðinni66 í Hrísey -
og svo aftur kl. 20.00 á Baccalá bar Hauganesi.
Við ætlum að eiga gott og gleðilegt samfélag og Þórður Sigurðarson annast undirleik og sr. Oddur Bjarni leiðir stundina - og við syngjum öll saman lög eftir Gunnar Þórðarson. Ritningarlestrar verða tengdir við hvert og eitt lag - ásamt hugleiðingu og bæn.
Eins og segir í Matteusarguðspjalli : Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra -
Hittumst heil!
Comments